Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 502  —  376. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti.


     1.      Hversu mörg fyrirtæki hafa fengið greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.
    Frá árinu 2013 hefur 121 fyrirtæki fengið greiðslur vegna vinnslustöðvunar á grundvelli laga nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda fyrirtækja sem fengu greitt í hverjum mánuði á umræddu tímabili. Fyrirtæki sækja jafnan um greiðslur á grundvelli fyrrnefndra laga oftar en einu sinni á sama árinu. Auk þess kann tímabil vinnslustöðvunar að vara yfir mánaðamót.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Vinnumálastofnun.

     2.      Hvað hefur það að meðaltali tekið langan tíma að fá greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir þeim mánuðum sem umsóknir bárust í, þ.e. eftir umsóknum sem bárust í janúar öll árin, umsóknum sem bárust í febrúar o.s.frv.
    Í meðfylgjandi töflu má sjá meðalafgreiðslutíma Vinnumálastofnunar á umsóknum um greiðslur vegna vinnslustöðvunar á grundvelli laga nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, frá árinu 2013, greint eftir þeim mánuðum sem umsóknir bárust stofnuninni. Samkvæmt 2. gr. laganna hafa fiskvinnslufyrirtæki allt að þrjá mánuði frá því að vinnslustöðvun hefur verið tilkynnt til Vinnumálastofnunar til afhenda stofnuninni tilskilin gögn er vinnslustöðvunina varðar, svo sem tímaskýrslur og launaseðla, áður en réttur fyrirtækisins til greiðslna fellur niður. Upplýsingar um það hve langur tími leið að meðaltali frá því að öll nauðsynleg gögn bárust Vinnumálastofnun og þar til greiðsla til fiskvinnslufyrirtækis var innt af hendi liggja ekki fyrir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Vinnumálastofnun.